Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.11.2007 | 23:35
Hjónabönd Samkynhneigðra
Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að gifta sig? Hvers vegna mega Jón og Gunna gifta sig en ekki Jón og Stefán? Nú hefur mikil umræða verið um það hvort lögleiða eigi giftingar samkynhneigðra og enn sem komið er hefur okkur láðst að sjá vitræn rök fyrir þessari mismunun. Eru mannréttindi sumra þjóðfélagsþegna mikilvægari en annarra?Margir hvá að þessum hugrenningum og velta fyrir sér hvers vegna í ósköpunum hommar og lesbíur þurfa endilega að fá að gifta sig í kirkju. Okkur finnst heldur augljóst að burtséð frá trúarlegum ástæðum, eins og til dæmis það að vilja staðfesta skuldbindngu sína við maka sinn frammi fyrir guði, þá sé það réttur samkynhneiðgra para, jafnt og gagnkynhneigðra.Það að þjóðfélag eins og okkar skuli virkilega geta leyft sér að ræða hvort einn ákveðin hópur fólks eigi að hafa réttindi umfram aðra á sumum sviðum, sökum kynhneigðar sinnar, er út í hött!Oft vitna kirkjunar menn í Biblíuna eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. það er viðurstyggð. En mér er spurn, afhverju er ekki vitnað í aðra hluta Biblíunnar með sama trúarofsa? Eins og til dæmis Haldið því hvíldardaginn, því að hann skal vera yður heilagur. Hver sem vanhelgar hann skal vissulega líflátinn verða? Það lýsir óneitanlega svolítilli hræsni að velja suma kafla til bókstafstúlkunnar og láta aðra vera. Og þar fyrir utan leggst maður sem er samkynhneigður ekki með öðrum manni sem kona væri, heldur leggst hann með manni sínum sem karlmanni!Hvernig getur kirkjan réttlætt það að leyfa systkinabörnum að giftast en verið á móti því að samkynhneigðir giftist? Mættu hommar kannski giftast ef að þeir væru líka systkinabörn? Ef til vill finnst mörgum það djúpt í árina tekið að kalla þessa mismunun brot á mannréttindum, en svo lengi sem hin lútherska kirkja er þjóðkirkja íslendinga ætti hún með réttu að þjóna öllum íslendingum, ekki bara útvöldum hópi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)